Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 10:23 Egill Örn Jóhannsson hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísir/Vilhelm Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. Árni Einarsson tekur við af Agli sem framkvæmdastjóri þar til nýtt fólk verður ráðið til starfa. Þórhildur og Egill munu þó aðstoða hann á meðan. Hólmfríður Matthíasdóttir verður áfram útgefandi Forlagsins. Þórhildur Garðarsdóttir er fráfarandi fjármálastjóri Forlagsins. Forlagið var stofnað árið 2007 og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig kortaútgáfu. Eigandi Forlagsins er bókmenntafélagið Mál og menning. „Ég kveð Forlagið afar stoltur og sáttur. Í dag er Forlagið ekki bara leiðandi bókaútgefandi heldur rekur það jafnframt stærstu bókaverslun landsins að Fiskisklóð og auk þess stærstu netverslun á Íslandi með bækur. Fyrirtækið stendur á tímamótum og ég er sannfærður um að það verði áfram leiðandi á sínu sviði,“ er haft eftir Agli í tilkynningu. Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, þakkar Agli og Þórhildi fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. „Við óskum þeim alls góðs í framtíðinni og vitum sem er, að öllum breytingum fylgja ný tækifæri,“ segir Halldór. Vistaskipti Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Árni Einarsson tekur við af Agli sem framkvæmdastjóri þar til nýtt fólk verður ráðið til starfa. Þórhildur og Egill munu þó aðstoða hann á meðan. Hólmfríður Matthíasdóttir verður áfram útgefandi Forlagsins. Þórhildur Garðarsdóttir er fráfarandi fjármálastjóri Forlagsins. Forlagið var stofnað árið 2007 og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig kortaútgáfu. Eigandi Forlagsins er bókmenntafélagið Mál og menning. „Ég kveð Forlagið afar stoltur og sáttur. Í dag er Forlagið ekki bara leiðandi bókaútgefandi heldur rekur það jafnframt stærstu bókaverslun landsins að Fiskisklóð og auk þess stærstu netverslun á Íslandi með bækur. Fyrirtækið stendur á tímamótum og ég er sannfærður um að það verði áfram leiðandi á sínu sviði,“ er haft eftir Agli í tilkynningu. Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, þakkar Agli og Þórhildi fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. „Við óskum þeim alls góðs í framtíðinni og vitum sem er, að öllum breytingum fylgja ný tækifæri,“ segir Halldór.
Vistaskipti Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira