Viðskipti innlent

Fram­kvæmda­stjóri og fjár­mála­stjóri For­lagsins segja upp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Egill Örn Jóhannsson hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Forlagsins.
Egill Örn Jóhannsson hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísir/Vilhelm

Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007.

Árni Einarsson tekur við af Agli sem framkvæmdastjóri þar til nýtt fólk verður ráðið til starfa. Þórhildur og Egill munu þó aðstoða hann á meðan. Hólmfríður Matthíasdóttir verður áfram útgefandi Forlagsins. 

Þórhildur Garðarsdóttir er fráfarandi fjármálastjóri Forlagsins.

Forlagið var stofnað árið 2007 og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig kortaútgáfu. Eigandi Forlagsins er bókmenntafélagið Mál og menning.

„Ég kveð Forlagið afar stoltur og sáttur. Í dag er Forlagið ekki bara leiðandi bókaútgefandi heldur rekur það jafnframt stærstu bókaverslun landsins að Fiskisklóð og auk þess stærstu netverslun á Íslandi með bækur. Fyrirtækið stendur á tímamótum og ég er sannfærður um að það verði áfram leiðandi á sínu sviði,“ er haft eftir Agli í tilkynningu. 

Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, þakkar Agli og Þórhildi fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. 

„Við óskum þeim alls góðs í framtíðinni og vitum sem er, að öllum breytingum fylgja ný tækifæri,“ segir Halldór.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×