Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 23:39 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta, móðurfyrirtækis Facebook. Johannes Simon/Getty Fjöldi daglegra notenda samfélagsmiðilsins Facebook nam tveimur milljörðum í desember síðastliðnum. Það er um fjórðungur allra jarðarbúa. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að skörp aukning hafi orðið í fjölda daglegra notenda að undanförnu. Það hafi verið kærkomnar fréttir fyrir samfélagsmiðlarisann, þar sem kostnaður við rekstur Facebook hafi aukist og auglýsingatekjur farið dvínandi. Á síðasta ári réðist Meta, móðurfyrirtæki Facebook sem einnig á samfélagsmiðlana Instagram og WhatsApp, í umfangsmikla endurskipulagningu á starfsemi sinni. Í henni fólst meðal annars að segja upp um 11 þúsund manns, eða 13 prósent af starfsliði fyrirtækisins. Meta skilaði 23,2 milljarða dollara hagnaði á síðasta ári, en það nemur um 3.240 milljörðum íslenskra króna. „Árið 2022 var krefjandi, en ég held að í lok þess höfum við náð nokkuð góðum árangri,“ hefur BBC eftir Mark Zuckerberg, forstjóra og meirihlutaeiganda Meta. Samfélagsmiðlar Facebook Meta Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að skörp aukning hafi orðið í fjölda daglegra notenda að undanförnu. Það hafi verið kærkomnar fréttir fyrir samfélagsmiðlarisann, þar sem kostnaður við rekstur Facebook hafi aukist og auglýsingatekjur farið dvínandi. Á síðasta ári réðist Meta, móðurfyrirtæki Facebook sem einnig á samfélagsmiðlana Instagram og WhatsApp, í umfangsmikla endurskipulagningu á starfsemi sinni. Í henni fólst meðal annars að segja upp um 11 þúsund manns, eða 13 prósent af starfsliði fyrirtækisins. Meta skilaði 23,2 milljarða dollara hagnaði á síðasta ári, en það nemur um 3.240 milljörðum íslenskra króna. „Árið 2022 var krefjandi, en ég held að í lok þess höfum við náð nokkuð góðum árangri,“ hefur BBC eftir Mark Zuckerberg, forstjóra og meirihlutaeiganda Meta.
Samfélagsmiðlar Facebook Meta Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira