Samstarf

700 hæfileikaríkir knattspyrnudrengir glöddust saman á Ali mótinu

Ali
Mikil leikgleði á Ali mótinu.
Mikil leikgleði á Ali mótinu. Jóhann Jóhannsson

Eitt stærsta vetrarmót hjá drengjum í fótbolta Ali mótið var haldið Fífunni um helgina, daganna 27-29. janúar 2023 á heimavelli Breiðabliks í Kópavogi.

Á Ali mótinu tóku þátt um 700 ungir knattspyrnudrengir frá 8 félögum í 5. flokki karla. Strákarnir sýndu hæfileika sína og glöddust saman utan sem innan vallar. Spilaðir voru 250 leikir á 4 völlum alla helgina. Eftirtalin lið hrepptu fyrsta sæti í sinni deild: Breiðablik, FH, KA og Þróttur. Mótið er ein mikilvægasta fjáröflunin fyrir N1 sumarmótið.

Ætla má að 3.000 manns hafi heimsótt Fífuna um helgina bæði leikmenn og fjölskyldur þeirra. Líf og fjör, mikil leikgleði og jafnframt keppnisskap einkenndu mótið. 

Stoltir foreldrar og forráðamenn taka myndir leikmönnum.Jóhann Jóhannsson

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks, „Það er gaman að sjá hversu flott Ali-mótið er á hverju ári hér í Breiðablik. Svona mót eru svo mikilvæg fyrir ungu iðkendurna sem eru að keppast við að uppfylla drauma sína. Ég man það bara best sjálfur frá því að ég var ungur Bliki!"





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×