Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 07:01 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/arnar Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“ Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“
Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46