Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2023 08:01 Að mati Loga Geirssonar er Guðmundur Guðmundsson kominn á endastöð með íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. Logi var gestur í Handkastinu þar sem farið var yfir frammistöðu Íslands á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þar lét landsliðsmaðurinn fyrrverandi gamminn geysa og gagnrýndi leikmenn og þjálfara íslenska liðsins. Í lok þáttar var Logi spurður út í það hvernig framhaldið yrði hjá íslenska liðinu sem endaði í 12. sæti á HM. Logi var afdráttarlaus í sínum svörum. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni.“ Logi er kominn með nóg af tilhneigingu Guðmundar að tala andstæðinga Íslands upp og tilraunir hans til að ýta pressunni af íslenska liðinu. „Ég þoli ekki þessi viðtöl við Guðmund og alla þessa minnimáttarkennd gagnvart, það má ekki tala þetta upp og pressa. Hvaða f-ing aumingjaskapur er þetta. Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á þetta. Ég nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að hlusta á þessi viðtöl annað stórmót,“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast en hvernig þessu var stýrt núna, ég er ekki sáttur við það. Þetta eru mesti vonbrigðin í keppninni hingað til. Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara. Ekki meira svona.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Logi var gestur í Handkastinu þar sem farið var yfir frammistöðu Íslands á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þar lét landsliðsmaðurinn fyrrverandi gamminn geysa og gagnrýndi leikmenn og þjálfara íslenska liðsins. Í lok þáttar var Logi spurður út í það hvernig framhaldið yrði hjá íslenska liðinu sem endaði í 12. sæti á HM. Logi var afdráttarlaus í sínum svörum. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni.“ Logi er kominn með nóg af tilhneigingu Guðmundar að tala andstæðinga Íslands upp og tilraunir hans til að ýta pressunni af íslenska liðinu. „Ég þoli ekki þessi viðtöl við Guðmund og alla þessa minnimáttarkennd gagnvart, það má ekki tala þetta upp og pressa. Hvaða f-ing aumingjaskapur er þetta. Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á þetta. Ég nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að hlusta á þessi viðtöl annað stórmót,“ sagði Logi. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast en hvernig þessu var stýrt núna, ég er ekki sáttur við það. Þetta eru mesti vonbrigðin í keppninni hingað til. Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara. Ekki meira svona.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni