Sigrún segir upp hjá Fjölni: „Við Kristjana náðum ekki takti saman“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 08:30 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur átt afar farsælan feril en stendur nú á krossgötum. VÍSIR/BÁRA Körfuboltakonan reynslumikla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni eftir að hafa verið spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistaranna. Hún segir ástæðuna „ólíka sýn“ hennar og þjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur á leik liðsins. „Þetta átti svo sem ekki að enda svona og ég er ekki hætt í körfu, en ég hef ákveðið að draga mig í hlé frá meistaraflokki Fjölnis,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Sigrún, sem er 34 ára Borgnesingur, tók þátt í að landa fyrsta stóra titli í sögu Fjölnis þegar liðið varð deildarmeistari í fyrra. Eftir tímabilið tók Kristjana við af Halldóri Karli Þórssyni sem aðalþjálfari Fjölnis, eftir að hafa stýrt ÍR upp úr 1. deild, og hefur samstarf þeirra Sigrúnar ekki gengið sem skyldi: „Ég hef spilað körfubolta í mörg ár með sínum hæðum og lægðum. Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá mér en því miður er þetta staðan,“ segir Sigrún spurð út í ástæður þess að hún hætti. Hún tilkynnti Kristjönu um ákvörðunina eftir tap gegn botnliði ÍR í síðustu viku. „Ég hef bara ekki sömu sýn og hún“ „Ég vil ekkert endilega ræða þetta mikið. Við erum með gott lið og frábæra einstaklinga. Ég er titluð sem aðstoðarþjálfari liðsins og við Kristjana vorum einhvern veginn ekki að ná takti saman, og ekki á sömu blaðsíðu með liðið. Mér finnst líka vanta upp á metnaðinn. Við fórum til dæmis í bikarleik [gegn 1. deildarliði Snæfells, sem tapaðist] bara með stúlknaflokkinn okkar. Einhverjar voru vissulega veikar en það vantaði meiri stemningu og metnað. En meginástæðan fyrir ákvörðun minni er ekki stelpurnar í liðinu eða neitt slíkt. Þetta eru flottar stelpur og þarna eru frábærir einstaklingar. Við Kristjana náðum ekki takti saman. Það er helsta ástæðan. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur og ég ákvað að stíga núna frá borði,“ segir Sigrún sem útilokar ekki að semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Aðspurð hvort upp úr hafi soðið í samskiptum þeirra Kristjönu segir Sigrún svo ekki vera: „Ég hef ekki talað við Kristjönu síðan eftir leikinn síðasta miðvikudag. Þetta er bara flott stelpa og efnilegur þjálfari. Ég hef bara ekki sömu sýn og hún.“ Kristjana Eir Jónsdóttir tók við Fjölni síðasta sumar eftir að hafa komið ÍR upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Fjölnisliðið missti fyrr í vetur út besta leikmann síðustu leiktíðar, Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, og hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast gegn ÍR sem vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fjölnir var þar án bandarísks leikmanns, eins og reyndar ÍR í allan vetur, því samningi við Taylor Jones var sagt upp og beðið er eftir leikheimild fyrir Brittany Dinkins. Ef einhver vill ekki æfa undir mér þá er það bara þannig Kristjana segir veturinn hafa verið afar krefjandi og að ekki bæti úr skák að missa nú mikilvægan leikmann í Sigrúnu. „Þetta kom alveg á óvart en ég er þannig týpa að ég horfi bara áfram veginn. Ef einhver hættir þá bara hættir hún, þó að vissulega sé högg að missa Sigrúnu, reynslumesta leikmanninn okkar. Ef einhver vill ekki vera í liðinu eða æfa undir mér, þá er það bara þannig og ég held bara áfram,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að þrátt fyrir mikinn viðsnúning frá því í fyrra, og aðeins fjóra sigra í sextán deildarleikjum í vetur, sé hljóðið ekki þungt í leikmannahópi Fjölnis. „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held að við séum allar á sömu blaðsíðu með það að halda bara áfram og sjá hvað það skilar okkur langt. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar og mikil meiðsli. Í 2-3 leikjum voru allir atvinnumennirnir okkar veikir, og ofan í það handleggsbrotnaði landsliðsmiðherjinn okkar, Dagný Lísa. Við höfum því verið að missa út leikmenn í mörgum leikjum og það er lítið við því að gera,“ segir Kristjana sem stýrir Fjölni næst í kvöld þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Þetta átti svo sem ekki að enda svona og ég er ekki hætt í körfu, en ég hef ákveðið að draga mig í hlé frá meistaraflokki Fjölnis,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Sigrún, sem er 34 ára Borgnesingur, tók þátt í að landa fyrsta stóra titli í sögu Fjölnis þegar liðið varð deildarmeistari í fyrra. Eftir tímabilið tók Kristjana við af Halldóri Karli Þórssyni sem aðalþjálfari Fjölnis, eftir að hafa stýrt ÍR upp úr 1. deild, og hefur samstarf þeirra Sigrúnar ekki gengið sem skyldi: „Ég hef spilað körfubolta í mörg ár með sínum hæðum og lægðum. Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá mér en því miður er þetta staðan,“ segir Sigrún spurð út í ástæður þess að hún hætti. Hún tilkynnti Kristjönu um ákvörðunina eftir tap gegn botnliði ÍR í síðustu viku. „Ég hef bara ekki sömu sýn og hún“ „Ég vil ekkert endilega ræða þetta mikið. Við erum með gott lið og frábæra einstaklinga. Ég er titluð sem aðstoðarþjálfari liðsins og við Kristjana vorum einhvern veginn ekki að ná takti saman, og ekki á sömu blaðsíðu með liðið. Mér finnst líka vanta upp á metnaðinn. Við fórum til dæmis í bikarleik [gegn 1. deildarliði Snæfells, sem tapaðist] bara með stúlknaflokkinn okkar. Einhverjar voru vissulega veikar en það vantaði meiri stemningu og metnað. En meginástæðan fyrir ákvörðun minni er ekki stelpurnar í liðinu eða neitt slíkt. Þetta eru flottar stelpur og þarna eru frábærir einstaklingar. Við Kristjana náðum ekki takti saman. Það er helsta ástæðan. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur og ég ákvað að stíga núna frá borði,“ segir Sigrún sem útilokar ekki að semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Aðspurð hvort upp úr hafi soðið í samskiptum þeirra Kristjönu segir Sigrún svo ekki vera: „Ég hef ekki talað við Kristjönu síðan eftir leikinn síðasta miðvikudag. Þetta er bara flott stelpa og efnilegur þjálfari. Ég hef bara ekki sömu sýn og hún.“ Kristjana Eir Jónsdóttir tók við Fjölni síðasta sumar eftir að hafa komið ÍR upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Fjölnisliðið missti fyrr í vetur út besta leikmann síðustu leiktíðar, Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, og hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast gegn ÍR sem vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fjölnir var þar án bandarísks leikmanns, eins og reyndar ÍR í allan vetur, því samningi við Taylor Jones var sagt upp og beðið er eftir leikheimild fyrir Brittany Dinkins. Ef einhver vill ekki æfa undir mér þá er það bara þannig Kristjana segir veturinn hafa verið afar krefjandi og að ekki bæti úr skák að missa nú mikilvægan leikmann í Sigrúnu. „Þetta kom alveg á óvart en ég er þannig týpa að ég horfi bara áfram veginn. Ef einhver hættir þá bara hættir hún, þó að vissulega sé högg að missa Sigrúnu, reynslumesta leikmanninn okkar. Ef einhver vill ekki vera í liðinu eða æfa undir mér, þá er það bara þannig og ég held bara áfram,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að þrátt fyrir mikinn viðsnúning frá því í fyrra, og aðeins fjóra sigra í sextán deildarleikjum í vetur, sé hljóðið ekki þungt í leikmannahópi Fjölnis. „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held að við séum allar á sömu blaðsíðu með það að halda bara áfram og sjá hvað það skilar okkur langt. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar og mikil meiðsli. Í 2-3 leikjum voru allir atvinnumennirnir okkar veikir, og ofan í það handleggsbrotnaði landsliðsmiðherjinn okkar, Dagný Lísa. Við höfum því verið að missa út leikmenn í mörgum leikjum og það er lítið við því að gera,“ segir Kristjana sem stýrir Fjölni næst í kvöld þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira