Viðskipti innlent

Launa­vísi­tala hækkar um fjögur prósent milli mánaða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Laun hækkuðu að jafnaði um 4% á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu.
Laun hækkuðu að jafnaði um 4% á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Vísir/Vilhelm

Laun hækkuðu að jafnaði um fjögur prósent á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Bráðabirgðamat gefur til kynna að laun starfsfólks á almennum vinnumarkaði hækkaði um 5,6 prósent milli mánaða. 

Samkvæmt greiningu Hagstofunnar má rekja hækkun launavísitölunnar til launahækkana í nýgerðum kjarasamningum. Náðu þeir samningar til meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Almennur vinnumarkaður vegur um 71 prósent í vísitölunni. 

Launahækkanir hafa áhrif á launavísitölu í þeim mánuði sem þær eru greiddar út hjá launagreiðanda þannig að afturvirkar hækkanir og aðrar launaleiðréttingar mælast ekki í vísitölunni. 

Tólf mánaða hækkun grunnlauna í desember er 11,7 prósent. Árshækkun launa í desember var töluvert meiri en ársbreytingar annarra mánaða ársins 2022 samkvæmt greiningu Hagstofu. 

Hækkun launa árið 2022 frá fyrra ári samkvæmt ársmeðaltali var sambærileg og árið á undan, eða í kringum átta prósent. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×