Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik Jakob Snær Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 23:16 Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni eins og svo oft áður. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld. Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“ Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“
Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57