Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Gísli Þorgeir besti maður liðsins Íþróttadeild Sýnar skrifar 20. janúar 2023 22:05 Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndi sitt og gerði hverja árásina á fætur annarri á þunga og stóra Svía. Vísir/Vilhlem Strákarnir okkar fengu erfitt verkefni í kvöld og það þurftu mun fleiri leikmenn að spila betur ef íslenska liðið átti að halda sér á lífi á þessu heimsmeistaramóti. Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 30-35, í leik upp á líf eða dauða í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Eftir þessi úrslit þá á íslenska liðið litla sem enga möguleika á því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á mótinu og kvöldið því mikil vonbrigði. Íslenska liðið fór illa með dauðafærin í leiknum og mátti ekki við því að missa Aron Pálmarsson fyrir leik og Ómar Inga Magnússon snemma leiks. Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndi sitt og það vantaði ekki baráttuna í leik íslenska liðsins en á móti kom að það vantaði talsvert upp á gæðin í góðum færum í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Gísli Þorgeir var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var stórkostlegur í fyrri hálfleiknum. Bjarki Már Elísson og Kristján Örn Kristjánsson léku líka vel og fengu báðir fimmu fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (0 varin skot- 15:15 mín.) Fann engan takt í leiknum. Auðvitað voru færin erfið en hann á samt að geta gert betur. Byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum gegn Portúgal en náði ekki að fylgja því eftir. Í aðdraganda mótsins áttum við engan betri kost en Björgvin Pál. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (8 mörk - 56:17 mín.) Átti frábæran leik. Var sterkur og einbeittur, ekki síst varnarlega. Skoraði átta mörk úr tíu skotum og í raun ekki hægt að fara fram á meira. Verið langbesti leikmaður Íslands á mótinu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 32:10 mín.) Byrjaði leikinn afar illa. Skotval ekki gott og tæknimistök því miður of mörg. Á þessu stigi, í keppni við þá bestu, er það ekki boðlegt. Leikmaður sem hins vegar oftar en ekki hefur leyst okkur úr snörunni þegar illa hefur gengið. Því var miður ekki að heilsa í Gautaborg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (5 mörk - 33:29 mín.) Fyrri hálfleikurinn var það besta sem hann hefur sýnt á þessu heimsmeistaramóti. Þá var Gísli einfaldlega í heimsklassa. Fjögur mörk og sex stoðsendingar sem var í raun stórbrotin frammistaða. Gullvagninn úr Hafnarfirði reyndi hvað hann gat í síðari hálfleik en hann var með íslenska liðið á herðunum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (2 mörk - 17:18 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel og virtist frískur og áræðinn. Því miður fyrir þennan magnaða leikmann varð hann frá að hverfa, ekki bara dýrt fyrir Ómar heldur kostaði það sitt fyrir íslenska liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (1 mark - 33:29 mín.) Var í fínum gír í fyrri hálfleik, áræðinn og klókur. Í raun óskiljanlegt að hann hafi ekki byrjað síðari hálfleikinn. Sjálfstraustið hjá Óðni það sem af er móti er í hæstu hæðum og hann verðskuldar meiri spiltíma. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (3 mörk - 51:44 mín.) Átti afleitan dag. Klúðraði dauðafærum og var númeri of lítill varnarlega gegn sterkum Svíum. Í raun synd því Elliði hefur fram að þessu sýnt á þessu móti að hann er traustsins verður en því miður fauk það út í veður og vind gegn Svíþjóð. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (6 stopp - 26:18 mín.) Barðist eins og grenjandi ljón og fyrri hálfleikurinn var það besta sem við höfum séð til Ýmis á mótinu. Geislaði af honum inn á vellinum þegar hann rak menn áfram. Baráttan var til fyrirmyndar en klókir Svíar báru íslensku varnarmennina ofurliði þegar leið á leikinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (7 stopp - 32:53 mín.) Var að stíga upp eftir veikindi. Lagði sig fram, ekki síst í vörninni en fann engan takt í sínum leik. Fékk tækifæri í sókninni en þar féll Selfyssingurinn á prófinu. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (14/1 varin skot- 41:33 mín.) Átti erfitt uppdráttar lengst af en ef tölfræðin er skoðuð þá var Viktor með markvörslu upp á 37 prósent sem er alls ekki slæmt. Leikmaður sem Ísland á inni með fleiri leikjum og meiri reynslu verður hann dýrmætur íslenska landsliðinu í framtíðinni. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 5 (5 mörk - 17:30 mín.) Átti frábæra innkomu í íslenska liðið, skoraði fimm mörk, var áræðinn og með sjálfstraust. Það er ekki honum að kenna að fá ekki traustið og í rauninni með lífsins ólíkindum að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk - 12:39 mín.) Var virkilega sterkur í þessum leik. Skoraði tvö góð mörk og átti góða kafla í varnarleiknum. Þarna er á ferðinni tveggja metra maður sem á að nýtast betur ef spilað verður inn á hans styrkleika sem eru sannarlega fyrir hendi. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (2 mörk - 27:27 mín.) Sigvaldi átti ekki góðan dag. Fór illa með dauðafæri og virtist þjakaður af spennu. Hefur fengið samkeppni um stöðuna í íslenska landsliðinu, spurning hvort að það hafi haft áhrif á hans frammistöðu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 22:08 mín.) Tók við keflinu af Ómari Inga en fann engan takt í sinn leik. Hefur verið langt frá sínu besta á þessu heimsmeistaramóti, hefur átt ágæta spretti varnarlega en sóknarleikurinn hefur hins vegar verið afleitur. Tæknifeilarnir voru því miður of margir, leik eftir leik. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fann fínar lausnir á leik Svía í fyrri hálfleik þar sem Ísland spilaði frábærlega í fimmtán mínútur. Auðvitað verður þjálfarinn ekki sakaður um það þegar leikmenn klúðra dauðafærum eins og raunin var í síðari hálfleik. Með ólíkindum að hann hafi falið Kristján Örn Kristjánsson á bekknum nánast allt mótið. Með frábært lið í höndunum og með ólíkindum að þetta lið komist ekki í átta liða úrslit ef af verður. Umspil um Ólympíusæti var markmiðið, það tókst ekki að ná því sem eru mikil vonbrigði. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 30-35, í leik upp á líf eða dauða í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Eftir þessi úrslit þá á íslenska liðið litla sem enga möguleika á því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á mótinu og kvöldið því mikil vonbrigði. Íslenska liðið fór illa með dauðafærin í leiknum og mátti ekki við því að missa Aron Pálmarsson fyrir leik og Ómar Inga Magnússon snemma leiks. Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndi sitt og það vantaði ekki baráttuna í leik íslenska liðsins en á móti kom að það vantaði talsvert upp á gæðin í góðum færum í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Gísli Þorgeir var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var stórkostlegur í fyrri hálfleiknum. Bjarki Már Elísson og Kristján Örn Kristjánsson léku líka vel og fengu báðir fimmu fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (0 varin skot- 15:15 mín.) Fann engan takt í leiknum. Auðvitað voru færin erfið en hann á samt að geta gert betur. Byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum gegn Portúgal en náði ekki að fylgja því eftir. Í aðdraganda mótsins áttum við engan betri kost en Björgvin Pál. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (8 mörk - 56:17 mín.) Átti frábæran leik. Var sterkur og einbeittur, ekki síst varnarlega. Skoraði átta mörk úr tíu skotum og í raun ekki hægt að fara fram á meira. Verið langbesti leikmaður Íslands á mótinu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 32:10 mín.) Byrjaði leikinn afar illa. Skotval ekki gott og tæknimistök því miður of mörg. Á þessu stigi, í keppni við þá bestu, er það ekki boðlegt. Leikmaður sem hins vegar oftar en ekki hefur leyst okkur úr snörunni þegar illa hefur gengið. Því var miður ekki að heilsa í Gautaborg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (5 mörk - 33:29 mín.) Fyrri hálfleikurinn var það besta sem hann hefur sýnt á þessu heimsmeistaramóti. Þá var Gísli einfaldlega í heimsklassa. Fjögur mörk og sex stoðsendingar sem var í raun stórbrotin frammistaða. Gullvagninn úr Hafnarfirði reyndi hvað hann gat í síðari hálfleik en hann var með íslenska liðið á herðunum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (2 mörk - 17:18 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel og virtist frískur og áræðinn. Því miður fyrir þennan magnaða leikmann varð hann frá að hverfa, ekki bara dýrt fyrir Ómar heldur kostaði það sitt fyrir íslenska liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (1 mark - 33:29 mín.) Var í fínum gír í fyrri hálfleik, áræðinn og klókur. Í raun óskiljanlegt að hann hafi ekki byrjað síðari hálfleikinn. Sjálfstraustið hjá Óðni það sem af er móti er í hæstu hæðum og hann verðskuldar meiri spiltíma. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (3 mörk - 51:44 mín.) Átti afleitan dag. Klúðraði dauðafærum og var númeri of lítill varnarlega gegn sterkum Svíum. Í raun synd því Elliði hefur fram að þessu sýnt á þessu móti að hann er traustsins verður en því miður fauk það út í veður og vind gegn Svíþjóð. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (6 stopp - 26:18 mín.) Barðist eins og grenjandi ljón og fyrri hálfleikurinn var það besta sem við höfum séð til Ýmis á mótinu. Geislaði af honum inn á vellinum þegar hann rak menn áfram. Baráttan var til fyrirmyndar en klókir Svíar báru íslensku varnarmennina ofurliði þegar leið á leikinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (7 stopp - 32:53 mín.) Var að stíga upp eftir veikindi. Lagði sig fram, ekki síst í vörninni en fann engan takt í sínum leik. Fékk tækifæri í sókninni en þar féll Selfyssingurinn á prófinu. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (14/1 varin skot- 41:33 mín.) Átti erfitt uppdráttar lengst af en ef tölfræðin er skoðuð þá var Viktor með markvörslu upp á 37 prósent sem er alls ekki slæmt. Leikmaður sem Ísland á inni með fleiri leikjum og meiri reynslu verður hann dýrmætur íslenska landsliðinu í framtíðinni. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 5 (5 mörk - 17:30 mín.) Átti frábæra innkomu í íslenska liðið, skoraði fimm mörk, var áræðinn og með sjálfstraust. Það er ekki honum að kenna að fá ekki traustið og í rauninni með lífsins ólíkindum að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk - 12:39 mín.) Var virkilega sterkur í þessum leik. Skoraði tvö góð mörk og átti góða kafla í varnarleiknum. Þarna er á ferðinni tveggja metra maður sem á að nýtast betur ef spilað verður inn á hans styrkleika sem eru sannarlega fyrir hendi. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (2 mörk - 27:27 mín.) Sigvaldi átti ekki góðan dag. Fór illa með dauðafæri og virtist þjakaður af spennu. Hefur fengið samkeppni um stöðuna í íslenska landsliðinu, spurning hvort að það hafi haft áhrif á hans frammistöðu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 22:08 mín.) Tók við keflinu af Ómari Inga en fann engan takt í sinn leik. Hefur verið langt frá sínu besta á þessu heimsmeistaramóti, hefur átt ágæta spretti varnarlega en sóknarleikurinn hefur hins vegar verið afleitur. Tæknifeilarnir voru því miður of margir, leik eftir leik. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fann fínar lausnir á leik Svía í fyrri hálfleik þar sem Ísland spilaði frábærlega í fimmtán mínútur. Auðvitað verður þjálfarinn ekki sakaður um það þegar leikmenn klúðra dauðafærum eins og raunin var í síðari hálfleik. Með ólíkindum að hann hafi falið Kristján Örn Kristjánsson á bekknum nánast allt mótið. Með frábært lið í höndunum og með ólíkindum að þetta lið komist ekki í átta liða úrslit ef af verður. Umspil um Ólympíusæti var markmiðið, það tókst ekki að ná því sem eru mikil vonbrigði. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira