Handbolti

„Að vinna Svía á heima­velli er næst á dag­skrá“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Daði í leik kvöldsins.
Janus Daði í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm

„Við unnum og ég spilaði mikið, það er fínt,“ sagði Janus Daði Smárason eftir tíu marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í milliriðli á HM í handbolta.

„Þetta var kannski ekkert fallegasti handboltinn en spes leikur á móti svona liði. Við tökum samt margt jákvætt úr úr þessu.“

„Þeir eru svaka íþróttamenn en taktur og ryðmi handboltalega séð er eitthvað sem maður er óvanur. Gerðum þetta nokkuð fagmannlega,“ sagði Janus Daði um lið Grænhöfðaeyja sem eins og hefur komið fram í kvöld spilar alltaf 7 á 6 sóknarlega. 

Allir leikmenn Íslands fengu að spila í kvöld og nýttu margir þeirra tækifærið vel.

„Ég held að Gummi viti alveg að ég sér klár, er klár þegar hann þarf mig.“

Að endingu var Janus Daði spurður út í leikinn stóra gegn Svíþjóð á föstudag. 

„Það verður geggjað. Að vinna Svía á heimavelli er næst á dagskrá, við við erum klárir.“

Klippa: Janus Daði: Að vinna Svía á heima­velli er næst á dag­skrá

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×