Viðskipti innlent

Ráðin fjár­festa­tengill hjá Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarney Anna Bjarnadóttir.
Bjarney Anna Bjarnadóttir. Íslandsbanki

Bjarney Anna Bjarnadóttir lögmaður hefur verið ráðinn fjárfestatengill hjá Íslandsbanka.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Bjarney Anna komi til Íslandsbanka frá BBA//Fjeldco þar sem hún hafi starfað frá árinu 2010, þar af sem meðeigandi síðustu þrjú ár.

„Verkefni Bjarneyjar hafa að stórum hluta snúið að ráðgjöf varðandi kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja. Hún hefur einnig komið að fjölda verkefna tengdum fjármálafyrirtækjum og rekstrarumhverfi þeirra, auk þess að hafa veitt erlendum bönkum ráðgjöf vegna lánveitinga til íslenskra fyrirtækja og íslenskum bönkum ráðgjöf vegna lánveitinga til fyrirtækja með erlenda starfsemi. Bjarney hefur jafnframt setið í stjórn Varðar trygginga frá því snemma árs 2015 til haustsins 2016.

Bjarney Anna er með BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, nam lögfræði í háskólanum í Uppsala í Svíþjóð og lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Lögmannsréttindi hlaut hún 2012,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.