0:00 stingur í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 12:31 Viggó Kristjánsson skorar eitt af átta mörkum sínum í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót. Getty/Marvin Ibo Lykilmenn íslenska liðsins voru bensínlausir á hryllilegum lokamínútum í tapleiknum á móti Ungverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Landsliðsþjálfarinn hefur því skiljanlega fengið á sig mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að gefa ekki bestu mönnum liðsins smá hvíld í fyrstu tveimur leikjunum. Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira