Metzingen var í sjötta sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag með fjórtán stig en Waiblingen í neðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í ellefu tilraunum.
Leikurinn í dag var ekki sérlega jafn. Metzingen leiddi 20-12 í hálfleik eftir að hafa komist í 9-2 í upphafi leiks.
Í síðari hálfleik var síðan aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Munurinn varð mestur fimmtán mörk en lokatölur 38-24 heimakonum í vil.
Sandra skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Metzingen í dag auk þess að gefa eina stoðsendingu.