Leikjavísir

Pabbarnir í CM!OB LAN-a

Samúel Karl Ólason skrifar
CMOB Laugardagur

Pabbarnir í CM!OB ætla að rifja upp gamla takta og LAN-a í dag. Fyrir yngri lesendur þá felur LAN í sér að hittast í raunheimum og samtengja margar tölvur til að spila tölvuleiki saman.

Þetta hljómar ef til vill forneskjulegt en er þrusugaman, fyrir utan lyktina.

Strákarnir í CM!OB segjast allir kyrfilega ráðfastir og spila þeir Warzone fyrir útrásina. Twitch-síðu strákanna má finna hér.

Lan strákanna hefst klukkan þrjú í dag og má fylgjast með því í spilaranum hér að neðan eða á Twitchsíðu GameTíví.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×