Erlent

Háttsettir embættismenn handteknir vegna árásarinnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lula da Silva, forseti Brasilíu á fundi með ríkisstjórum um árásirnar á opinberar byggingar í höfuðborginni. Hann sakar öryggissveitir um að hafa vanrækt skyldur sínar þegar árásirnar voru gerðar.
Lula da Silva, forseti Brasilíu á fundi með ríkisstjórum um árásirnar á opinberar byggingar í höfuðborginni. Hann sakar öryggissveitir um að hafa vanrækt skyldur sínar þegar árásirnar voru gerðar. Getty

Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu eftir að æstir stuðningsmenn fyrrum forsetans Jair Bolsonaro réðust inn í helstu opinberu byggingar höfuðborgarinnar Brasílíu.

Fjölmiðlar í Brasilíu greina frá því að fyrrum yfirmaður hersins hafi verið handtekinn í dag. Fyrrum yfirmaður alríkislögreglu landsins, Anderson Torres, var samkvæmt sömu miðlum einnig handtekinn. Hann neitar alfarið sök. 

Ríkislögreglustjóra Brasilíu var einnig sagt upp störfum eftir að múgurinn réðst á opinberar byggingar í höfuðborginni; þinghúsið, forsetahöllina og hæstarétt landsins.

Árásirnar voru gerðar einungis viku eftir að nýkjörinn forseti, Lula da Silva, tók við forsetaembætti Brasilíu.

Embættismenn og bandamenn Lula saka Anderson Torres um skipulagða atlögu að stjórnskipun ríkisins. Þau segja hann hafa lagt niður öryggisgæslu í höfuðborginni eftir að Lula tók við embætti sem leitt hafi til verri viðbúnaðar á staðnum. Lula da Silva hefur einnig sakað öryggissveitir um að vanrækja skyldur sínar.


Tengdar fréttir

„Þetta er at­laga að lýð­ræðinu“

Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×