Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 13:42 Chandrika segir að lengi hafi staðið til að opna nýtt útibú Hraðlestarinnar á Granda. Vísir/Vilhelm „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir greindi frá á dögunum var veitingastaðnum CooCoo's Nest lokað þann 30.desember síðastliðinn eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Fram kom í frétt Vísis að eigendur CooCoo's Nest, Íris Ann Sigurðardóttir og og Lucas Keller, hefðu sett staðinn á sölu síðastliðið haust og að réttur aðili hefði fundist stuttu fyrir jól. Voru fastakúnnar Í samtali við Vísi segir Chandrika að lengi hafi staðið til að opna nýtt útibú Hraðlestarinnar á Granda og þegar fregnir bárust af fyrirhugaðri lokun CooCoo‘s Nest hafi verið ákveðið að stökkva á tækifærið. „Við fjölskyldan vorum tíðir gestir hjá Írisi og Lucas á CooCoo’s Nest nánast frá fyrsta degi. Við áttum fjölmargar gæðastundir hjá þeim á Grandanum og fylgdumst með af aðdáun hvernig þau stigu fyrstu skrefin í að breyta þessum borgarhluta í það sem hann er í dag. Á þessum árum höfum við kynnst ágætlega og reynt að styðja við hvort annað í þessum snúna geira. Fyrir einhverju síðan bar á góma að þau vildu selja. Þetta voru auðvitað skelfilegar fréttir fyrir fastakúnna eins og okkur og í fyrstu reyndum við að sannfæra þau um að halda áfram.“ Nýi staðurinn á Granda mun þjónusta dyggan viðskiptavinahóp Hraðlestarinnar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. „Öll þessi ár leituðum við að húsnæði eins og það sem CooCoo’s Nest hafði, en fundum aldrei það rétta. Þangað til núna, augljóslega. Íris og Lucas vissu að við vorum að leita að húsnæði. Þau höfðu samband við okkur skömmu fyrir jól og hlutirnir gengu hratt fyrir sig,“ segir Chandrika jafnframt. Stefna á opnun í vor Hún segir það aldrei hafa verið ætlunina að halda rekstri CooCoo‘s Nest áfram. „Í okkar huga er CooCoo’s Nest óaðskiljanlegt frá stofnendum þess, Lucas og Írisi. Því datt okkur aldrei í hug að reyna halda þeirra stað gangandi áfram. Okkar þekking er fyrst og fremst á indverskum mat og þeirri þekkingu ætlum við að miðla áfram á Grandanum. Hugmyndir okkar fyrir Grandann eru ekki enn fullmótaðar, en þær munu klárlega taka mið af nýsköpunarandanum sem þar svífur yfir. Við stefnum á að opna í vor. Við ætlum bæði að bjóða upp á okkar sígildu rétti, en líka spennandi nýjungar frá Indlandi. Við höfum nýlega bætt við teymið okkar með nýjum matreiðslumeistara frá Indlandi sem kemur til með að nýta reynslu sína meðal annars til að viðhalda brunch hefðinni sem hefur myndast á Grandanum. Segja má að þetta verði okkar tilraunaeldhús, þar sem gestir fá að taka þátt í að móta nýja rétti Hraðlestarinnar.“ Veitingastaðir Seltjarnarnes Reykjavík Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum var veitingastaðnum CooCoo's Nest lokað þann 30.desember síðastliðinn eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Fram kom í frétt Vísis að eigendur CooCoo's Nest, Íris Ann Sigurðardóttir og og Lucas Keller, hefðu sett staðinn á sölu síðastliðið haust og að réttur aðili hefði fundist stuttu fyrir jól. Voru fastakúnnar Í samtali við Vísi segir Chandrika að lengi hafi staðið til að opna nýtt útibú Hraðlestarinnar á Granda og þegar fregnir bárust af fyrirhugaðri lokun CooCoo‘s Nest hafi verið ákveðið að stökkva á tækifærið. „Við fjölskyldan vorum tíðir gestir hjá Írisi og Lucas á CooCoo’s Nest nánast frá fyrsta degi. Við áttum fjölmargar gæðastundir hjá þeim á Grandanum og fylgdumst með af aðdáun hvernig þau stigu fyrstu skrefin í að breyta þessum borgarhluta í það sem hann er í dag. Á þessum árum höfum við kynnst ágætlega og reynt að styðja við hvort annað í þessum snúna geira. Fyrir einhverju síðan bar á góma að þau vildu selja. Þetta voru auðvitað skelfilegar fréttir fyrir fastakúnna eins og okkur og í fyrstu reyndum við að sannfæra þau um að halda áfram.“ Nýi staðurinn á Granda mun þjónusta dyggan viðskiptavinahóp Hraðlestarinnar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. „Öll þessi ár leituðum við að húsnæði eins og það sem CooCoo’s Nest hafði, en fundum aldrei það rétta. Þangað til núna, augljóslega. Íris og Lucas vissu að við vorum að leita að húsnæði. Þau höfðu samband við okkur skömmu fyrir jól og hlutirnir gengu hratt fyrir sig,“ segir Chandrika jafnframt. Stefna á opnun í vor Hún segir það aldrei hafa verið ætlunina að halda rekstri CooCoo‘s Nest áfram. „Í okkar huga er CooCoo’s Nest óaðskiljanlegt frá stofnendum þess, Lucas og Írisi. Því datt okkur aldrei í hug að reyna halda þeirra stað gangandi áfram. Okkar þekking er fyrst og fremst á indverskum mat og þeirri þekkingu ætlum við að miðla áfram á Grandanum. Hugmyndir okkar fyrir Grandann eru ekki enn fullmótaðar, en þær munu klárlega taka mið af nýsköpunarandanum sem þar svífur yfir. Við stefnum á að opna í vor. Við ætlum bæði að bjóða upp á okkar sígildu rétti, en líka spennandi nýjungar frá Indlandi. Við höfum nýlega bætt við teymið okkar með nýjum matreiðslumeistara frá Indlandi sem kemur til með að nýta reynslu sína meðal annars til að viðhalda brunch hefðinni sem hefur myndast á Grandanum. Segja má að þetta verði okkar tilraunaeldhús, þar sem gestir fá að taka þátt í að móta nýja rétti Hraðlestarinnar.“
Veitingastaðir Seltjarnarnes Reykjavík Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira