Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 16:26 Íris og Lucas ásamt drengjunum sínum Indigo og Sky. Vísir/Vilhelm Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. „Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“ Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“
Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00