Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 16:26 Íris og Lucas ásamt drengjunum sínum Indigo og Sky. Vísir/Vilhelm Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. „Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“ Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“
Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00