Gagnrýndi starfsmenn fyrir að slappa af og leika sér um helgar Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:33 Ma Huateng, stofnandi kínverska fyrirtækisins Tencent, virðist ekki ánægður með starfsfólk sitt. EPA/JEROME FAVRE Stofnandi kínverska samfélagsmiðla- og leikjarisans Tencent, sagði starfsmönnum nýverið að spilling, leti og lélegir stjórnarhættir hefði komið niður á rekstri fyrirtækisins og grafið undan því. Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið. Kína Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið.
Kína Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira