Viðskipti erlent

Hafa birt hönnun fyrstu peninga­seðlanna með and­liti Karls konungs

Atli Ísleifsson skrifar
Reiknað er með að seðlarnir með andliti Karli III Bretakonungur fari í umferð um mitt ár 2024.
Reiknað er með að seðlarnir með andliti Karli III Bretakonungur fari í umferð um mitt ár 2024. Getty

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur birt útlit nýrra peningaseðla sem munu skarta andliti hins nýja þjóðhöfðingja Bretlands, Karls III konungs.

Seðlarnir munu ekki fara strax í prentun heldur er reiknað með að þeir fari í umferð um mitt ár 2024.

Seðlabankinn birti myndir af seðlunum seint í gærkvöldi. Er um að ræða fimm, tíu, tuttugu og fimmtíu punda seðlar.

Eftir andlát Elísabetar II Bretadrottningar verður Karl III Bretakonungur einungis annar þjóðhöfðinginn sem fær andlit sitt á breska peningaseðla.

Englandsbanki

Andlit þjóðhöfðingja hefur þó um aldir verið að finna á breskri mynt. Fimmtíu pensa mynt með mynd af andliti Karls III Bretakonungs fór í umferð í Bretlandi í byrjun desembermánaðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×