Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2022 08:48 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu og í Kjarnanum í morgun. Þar er vísað í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög næsta árs sem lögð var fram 5. desember síðastliðinn. Undir álitið skrifa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG í nefndinni. Gerðar eru ýmsar tillögur að breytingum að fjárlögum en ein sem snýr að fjölmiðlun. Er hún eftirfarandi: „Gerð er ein breytingartillaga sem felur í sér aukinn stuðning við einkarekna fjölmiðla um 100 m.kr. Framlagið er vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“ Sendi inn erindi og óskaði eftir styrk Í umfjöllun Kjarnans um málið kemur fram að þann 1. desember síðastliðinn hafi María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 fjölmiðils, sent inn beiðni til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóð til að halda úti „fjölmiðlun, þáttagerð og fréttamiðlun, af landsbyggðunum árið 2023,“ líkt og vísað er í í Kjarnanum. Var óskin um stuðninginn rökstudd meðal annars með því að tekjugrundvöllur fjölmiðilsins hafi minnkað umtalsvert síðustu misseri. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að umrædd breytingartillaga hafi komið frá landsbyggðarþingmönnum úr röðum stjórnarflokkanna. Segir Kjarninn að röksemdir þeirra hafi meðal annars byggt á því að RÚV sinni landsbyggðinni ekki nægjanlega vel. Telja fulla þörf á að styðja dreifbýlismiðla, ekki síst þá sem miðli sjónvarpsefni Rætt er við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formann fjárlaganefndar um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hún meirihluta nefndarinnar telja fulla ástæðu til að veita slíkan styrk, auk þess sem að hún staðfestir að erindi hafi borist nefndinni frá N4. Höfuðstöðvar N4 eru á AkureyriVísir/Vilhelm „Af því að við teljum að það sé full þörf á því að styðja við dreifbýlismiðlana, og ekki síst þessa sjónvarpsmiðla sem hafa verið að reyna að halda úti sjónvarpi um allt land, það er að segja utan þess sem RÚV hefur verið að gera,“ hefur Fréttablaðið eftir henni. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, hefur gagnrýnt hinn fyrirhugaða styrk og vísað í að N4 yrði eini fjölmiðillinn sem fengi slíkan styrk, þar sem ekki væru fleiri miðlar á landsbyggðinni sem héldu úti sjónvarpsstöð. Aðspurð um þessa gagnrýni nefnir Bjarkey að Víkurfréttir á Suðurnesjum framleiði einnig sjónvarpsefni. „Það liggur alveg fyrir að það eru ekki margir miðlar sem halda úti sjónvarpsþáttagerð en það er ekki bara einn, svo það sé sagt. Við höfum alla vega fregnir af Víkurfréttum og N4 sem halda úti sjónvarpsþáttagerð,“ hefur Fréttablaðið eftir henni. Ekkert hefur komið fram um hvernig hinum 100 milljónum króna styrk verður skipt á milli þeirra sem munu eiga rétt á honum. Bendir Bjarkey að það verði hlutverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að vera með úthlutanarreglur. Í Kjarnanum er hinn 100 milljóna króna styrkur settur í samhengi við hinn tæplega 400 milljón króna fjölmiðlastyrk sem fjölmiðlar um landið allt skipta á milli sín, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Er vakin athygli á því að ef bróðurpartur hins nýja 100 milljóna styrks renni til N4 verði fjölmiðillinn, sem hlaut tuttugu milljónir úr almenna fjölmiðlastyrknum, að líkindum styrkjahæsti fjölmiðill landsins. Alþingi Fjölmiðlar Byggðamál Styrkbeiðni N4 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Fjallað er um málið í Fréttablaðinu og í Kjarnanum í morgun. Þar er vísað í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög næsta árs sem lögð var fram 5. desember síðastliðinn. Undir álitið skrifa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG í nefndinni. Gerðar eru ýmsar tillögur að breytingum að fjárlögum en ein sem snýr að fjölmiðlun. Er hún eftirfarandi: „Gerð er ein breytingartillaga sem felur í sér aukinn stuðning við einkarekna fjölmiðla um 100 m.kr. Framlagið er vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“ Sendi inn erindi og óskaði eftir styrk Í umfjöllun Kjarnans um málið kemur fram að þann 1. desember síðastliðinn hafi María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 fjölmiðils, sent inn beiðni til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóð til að halda úti „fjölmiðlun, þáttagerð og fréttamiðlun, af landsbyggðunum árið 2023,“ líkt og vísað er í í Kjarnanum. Var óskin um stuðninginn rökstudd meðal annars með því að tekjugrundvöllur fjölmiðilsins hafi minnkað umtalsvert síðustu misseri. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að umrædd breytingartillaga hafi komið frá landsbyggðarþingmönnum úr röðum stjórnarflokkanna. Segir Kjarninn að röksemdir þeirra hafi meðal annars byggt á því að RÚV sinni landsbyggðinni ekki nægjanlega vel. Telja fulla þörf á að styðja dreifbýlismiðla, ekki síst þá sem miðli sjónvarpsefni Rætt er við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formann fjárlaganefndar um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hún meirihluta nefndarinnar telja fulla ástæðu til að veita slíkan styrk, auk þess sem að hún staðfestir að erindi hafi borist nefndinni frá N4. Höfuðstöðvar N4 eru á AkureyriVísir/Vilhelm „Af því að við teljum að það sé full þörf á því að styðja við dreifbýlismiðlana, og ekki síst þessa sjónvarpsmiðla sem hafa verið að reyna að halda úti sjónvarpi um allt land, það er að segja utan þess sem RÚV hefur verið að gera,“ hefur Fréttablaðið eftir henni. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, hefur gagnrýnt hinn fyrirhugaða styrk og vísað í að N4 yrði eini fjölmiðillinn sem fengi slíkan styrk, þar sem ekki væru fleiri miðlar á landsbyggðinni sem héldu úti sjónvarpsstöð. Aðspurð um þessa gagnrýni nefnir Bjarkey að Víkurfréttir á Suðurnesjum framleiði einnig sjónvarpsefni. „Það liggur alveg fyrir að það eru ekki margir miðlar sem halda úti sjónvarpsþáttagerð en það er ekki bara einn, svo það sé sagt. Við höfum alla vega fregnir af Víkurfréttum og N4 sem halda úti sjónvarpsþáttagerð,“ hefur Fréttablaðið eftir henni. Ekkert hefur komið fram um hvernig hinum 100 milljónum króna styrk verður skipt á milli þeirra sem munu eiga rétt á honum. Bendir Bjarkey að það verði hlutverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að vera með úthlutanarreglur. Í Kjarnanum er hinn 100 milljóna króna styrkur settur í samhengi við hinn tæplega 400 milljón króna fjölmiðlastyrk sem fjölmiðlar um landið allt skipta á milli sín, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Er vakin athygli á því að ef bróðurpartur hins nýja 100 milljóna styrks renni til N4 verði fjölmiðillinn, sem hlaut tuttugu milljónir úr almenna fjölmiðlastyrknum, að líkindum styrkjahæsti fjölmiðill landsins.
Alþingi Fjölmiðlar Byggðamál Styrkbeiðni N4 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent