Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2022 15:40 Því er spáð að verðbólga hækki um þrjú prósentustig. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr í dag. Þar kemur fram að VNV hafi hækkað um 0,29 prósent í nóvember og að verðbólga hafi hjaðnað úr 9,4 prósentum í 9,3 prósent. Niðurstöðurnar voru svipaðar og deildin átti von á. Bankinn telur að þrír undirliðir muni hafa mest áhrif á hækkandi VNV. Það eru reiknuð húsaleiga sem spáð er að hækki um 0,6 prósent milli mánaða, kaup á nýjum bílum sem hækki um 1,3 prósent milli mánaða og flugfargjöld sem hækki um 19,5 prósent milli mánaða. Þessir þrír undirliðir skýra 0,57 prósentustig af 0,68 prósenta hækkun VNV eða alls 78 prósent. Fasteignaverð kemur beint inn í útreikning Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í gegnum reiknað endurgjald vegna búsetu í eigin húsnæði. „Mikil hækkun á húsnæðisverði hefur verið einn megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið ár. Þegar mest gekk á í sumar fór hækkun á markaðsverði húsnæðis, sem Hagstofan mælir og notar í útreikningi á reiknaðri húsaleigu, hæst í 3,2% milli mánaða og tæplega 25% milli ára. Beint framlag húsnæðisverðs til vísitölu neysluverðs fór hæst í 4,2 prósentustig í ágúst og skýrði þá rétt yfir 40% af ársverðbólgunni,“ segir í Hagsjánni. Í haust sáust fyrst merki þess að byrjað væri að hægja á markaðnum. Í september stóð markaðsverð húsnæðis í stað og hækkaði það í október og nóvember. Þrátt fyrir þessar hækkanir gerir bankinn ráð fyrir því að loks sé farið að hægjast um á markaðnum. „Þó er það svo, að eftir að hafa haft áhrif til lækkunar samfellt síðan í janúar 2018, hefur framlag vaxtabreytinga verið til hækkunar síðustu þrjá mánuði. Við eigum von á að svo verði áfram og að á næstu mánuðum muni framlag vaxtabreytinga til hækkunar aukast nokkuð,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Verðlag Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr í dag. Þar kemur fram að VNV hafi hækkað um 0,29 prósent í nóvember og að verðbólga hafi hjaðnað úr 9,4 prósentum í 9,3 prósent. Niðurstöðurnar voru svipaðar og deildin átti von á. Bankinn telur að þrír undirliðir muni hafa mest áhrif á hækkandi VNV. Það eru reiknuð húsaleiga sem spáð er að hækki um 0,6 prósent milli mánaða, kaup á nýjum bílum sem hækki um 1,3 prósent milli mánaða og flugfargjöld sem hækki um 19,5 prósent milli mánaða. Þessir þrír undirliðir skýra 0,57 prósentustig af 0,68 prósenta hækkun VNV eða alls 78 prósent. Fasteignaverð kemur beint inn í útreikning Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í gegnum reiknað endurgjald vegna búsetu í eigin húsnæði. „Mikil hækkun á húsnæðisverði hefur verið einn megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið ár. Þegar mest gekk á í sumar fór hækkun á markaðsverði húsnæðis, sem Hagstofan mælir og notar í útreikningi á reiknaðri húsaleigu, hæst í 3,2% milli mánaða og tæplega 25% milli ára. Beint framlag húsnæðisverðs til vísitölu neysluverðs fór hæst í 4,2 prósentustig í ágúst og skýrði þá rétt yfir 40% af ársverðbólgunni,“ segir í Hagsjánni. Í haust sáust fyrst merki þess að byrjað væri að hægja á markaðnum. Í september stóð markaðsverð húsnæðis í stað og hækkaði það í október og nóvember. Þrátt fyrir þessar hækkanir gerir bankinn ráð fyrir því að loks sé farið að hægjast um á markaðnum. „Þó er það svo, að eftir að hafa haft áhrif til lækkunar samfellt síðan í janúar 2018, hefur framlag vaxtabreytinga verið til hækkunar síðustu þrjá mánuði. Við eigum von á að svo verði áfram og að á næstu mánuðum muni framlag vaxtabreytinga til hækkunar aukast nokkuð,“ segir í Hagsjánni.
Neytendur Verðlag Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Sjá meira