Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 08:11 Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent