Viðskipti innlent

Gjaldþrot umdeildrar starfsmannaleigu nam 320 milljónum króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erlent verkafólk kemur margt hvert til landsins fyrir tilstillan starfsmannaleiga. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti.
Erlent verkafólk kemur margt hvert til landsins fyrir tilstillan starfsmannaleiga. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/Vilhelm

Um tuttugu milljónir króna fengust greiddar af forgangskröfum í þrotabú starfsmannaleigunnar Verkleigunnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins fékk tveggja ára dóm fyrir tveimur árum fyrir skattsvik.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að Verkleigan hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta í maí 2018. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 320 milljónum króna en 152 milljónir voru forgangskröfur.

Ingimar Skúli Sævarsson var framkvæmdastjóri Verkleigunnar. Hann var í nóvember 2018 dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017.

Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar.

Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Báðar starfsmannaleigunnar hafa komist í fréttirnar síðan þá. Lögregla hafði Manngildi til rannsóknar um tíma vegna gruns um að hafa notað fölsuð vegabréf til að útvega erlendu verkafólki atvinnu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×