Viðskipti innlent

Kaupir Stál­smiðjuna-Fram­tak

Atli Ísleifsson skrifar
Úr húsnæði Stálsmiðjunnar-Framtaks í Garðabæ
Úr húsnæði Stálsmiðjunnar-Framtaks í Garðabæ Stálsmiðjan-Framtak

Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits.

Frá þessu segir í tilkynningu, en bæði fyrirtækin hafa annast viðgerðar- og viðhaldsþjónustu á skipum ásamt málmsmíði og þjónustu við stóriðju og iðnaðarfyrirtæki.

„Með kaupunum eru aðilar sannfærðir um að til verði sterkari eining sem gerir aðilum betur kleift að takast á við alþjóðlegan samkeppnismarkað í skipaviðgerðum ásamt því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu og hafi bolmagn til þess að takast á við stærri verkefni.

KPMG er ráðgjafi beggja aðila í viðskiptunum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.