Í tilkynningu kemur fram að Jón Þór hafi fjölbreytta reynslu úr fjölmiðlastörfum, svo sem frétta- og myndatökumaður fyrir Reuters fréttaveituna, Ríkisútvarpið auk þess sem hann starfaði sjálfstætt við framleiðslu.
Síðastliðin ár starfaði Jón Þór sem fjölmiðlafulltrúi ÖBÍ réttindasamtaka.
„Hann nam framleiðslu fyrir sjónvarp í Bandaríkjunum, er með Diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslans og diploma í teymisstjórnun frá London School of Economics.
Jón Þór var virkur félagi í björgunarsveitum á árum áður og þekkir því vel starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar,“ segir í tilkynningunni.