Viðskipti innlent

Jón Þór nýr upp­lýsinga­full­trúi Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Þór Víglundsson.
Jón Þór Víglundsson. Landsbjörg

Jón Þór Víglundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Í tilkynningu kemur fram að Jón Þór hafi fjölbreytta reynslu úr fjölmiðlastörfum, svo sem frétta- og myndatökumaður fyrir Reuters fréttaveituna, Ríkisútvarpið auk þess sem hann starfaði sjálfstætt við framleiðslu. 

Síðastliðin ár starfaði Jón Þór sem fjölmiðlafulltrúi ÖBÍ réttindasamtaka.

„Hann nam framleiðslu fyrir sjónvarp í Bandaríkjunum, er með Diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslans og diploma í teymisstjórnun frá London School of Economics.

Jón Þór var virkur félagi í björgunarsveitum á árum áður og þekkir því vel starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×