Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 08:01 Verslunarrýmið er um tvö þúsund fermertrar að stærð. Aðsend Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki. Akureyri Verslun Festi Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Sjá meira
Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki.
Akureyri Verslun Festi Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Sjá meira