Viðskipti innlent

Sam­herji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm

Eignarhaldsfélagið Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða króna á árinu 2021. Hagnaður fyrirtækisins tæplega tvöfaldast milli ára. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 68 prósent í árslok. 

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem samþykktur var í gær á aðalfundi félagsins. Í fyrra var hagnaður félagsins 27,4 milljónir evra, rétt rúmar fjórar milljónir íslenskra króna. 

Eignir samstæðunnar í lok árs 2021 voru 645,2 milljónir evra, 95 milljarðir íslenskra króna og eigið fé nam 65 milljörðum króna. 

Helstu eignir Samherja Holding eru fyrirtæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða í Evrópu og Norður-Ameríku. Mikill meirihluti eigna félagsins er erlendis. 

Lykiltölur úr rekstri Samherja Holding.

Á aðalfundinum var einnig kjörið til stjórnar félagsins en stjórn helst óbreytt. Stjórnarmenn eru Eiríkur S. Jóhannsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson, Óskar Magnússon og Þorsteinn Már Baldvinsson.

„Á árinu 2021 voru fyrirtæki í samstæðu Samherja Holding ehf. enn að glíma við áskoranir vegna heimsfaraldursins sem kölluðu á tímabundnar breytingar á daglegri starfsemi, líkt og árið á undan. Þurftu menn að leggja mikið á sig vegna sóttvarnar- og ferðatakmarkana og er ástæða til nefna sérstaklega áhafnir skipa í því samhengi. Starfsfólkinu tókst hins vegar að aðlaga sig hratt og vel að þessum breytingum, eins og uppgjörið sýnir,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða

Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.