IKEA hefur kallað inn vegan smákökudeig með súkkulaðibitum þar sem það gæti innihaldið mjólkursúkkulaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mjólkursúkkulaðidropar hafa fundist í pakkningu af vegan smákökudeigi frá IKEA sem framleitt var þann 8. nóvember og hefur best fyrir dagsetninguna 8. febrúar.
Þeir sem keyptu deigið með þennan framleiðsludag geta farið með það í IKEA og fengið endurgreitt.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira