Kynnir litaflokkun til leiks á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 14:31 Hakið fræga má sjá hér á myndinni. Í næstu viku verða hökin litaflokkuð. Getty/NurPhoto/Nikolas Kokovlis Twitter hyggst taka í gagnið litaflokkuð hök við reikninga á Twitter sem gefa til kynna að um hinn rétta aðila sé um að ræða á bak við viðkomandi reikning. Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku.
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira