Viðskipti innlent

Styrmir Sigurjónsson hættir hjá Arion banka

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Styrmir hefur verið framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2020
Styrmir hefur verið framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2020

Styrmir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum.

Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að Styrmir hafi verið framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2020.

 Styrmir mun gegna starfi framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur við starfinu.

„Styrmir hefur leitt umfangsmiklar breytingar þegar kemur að upplýsingatæknimálum hjá Arion banka og gert það með afar farsælum hætti. Ég þakka Styrmi hans góðu störf í þágu bankans og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekst á hendur,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.


Tengdar fréttir

Arion banki kaupir þriðjung í Frá­gangi

Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. 

Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum

Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×