Kristján Örn lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla, en eins og áður segir lyftir sigurinn liðinu upp að hlið Vals og Flensburg á toppi riðilsins með fjögur stig. Það er þó aðeins tímabundið því Valur og Flensburg eigast nú við og því ljóst að í það minnsta annað liðið verður með fleiri stig en PAUC að þeim leik loknum.
Í C-riðli mátti Íslendingaliðið Alpla Hard undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar þola tíu marka tap gegn Granollers, 38-28. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Alpla Hard í kvöld, en liðið er enn án stiga í C-riðli.