„Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er frábær leikmaður og þrátt fyrir ungan aldur er hún að verða ein sú besta í Olís deild kvenna í handbolta. Vísir/Diego Elín Klara Þorkelsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á dögunum og átti síðan frábæran leik með Haukaliðinu um helgina. Hún fékk eins og oft áður mikið hrós í Seinni bylgjunni. „Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
„Elín Klara Þorkelsdóttir, vá. Hún sýnir sérstaklega í þessum leik að hún er svo öflug. Hún er svo flott, svo góð á fótunum. Liðin ná misvel að stöðva hana og maður tekur eftir því að þegar liðin mæta Haukum þá ætla þau sér að stoppa Elínu Klöru,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Það er bara verið að tvímenna á hana: Það að Sonja [Lind Sigsteinsdóttir] og Natsja [Hammer] eru að eiga góða leiki, hjálpar Elínu Klöru líka. Hún var algjörlega frábær í þessum leik,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama, Jesús minn,“ sagði Svava Kristín. „Snerpan hjá henni. Hún getur bara skipt í hvaða átt sem er og leikmenn sitja bara eftir í reyknum einhvers staðar,“ sagði Sigurlaug. Elín Klara var með 7 mörk, 5 stoðsendingar og 5 fiskuð víti í sigri Hauka á HK. Hún var einnig með ellefu löglegar stöðvanir og fékk tíu í einkunn hjá HB Statz. „Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum. Við höfum talað um það að þetta sé framtíðarlandsliðskona Íslands. Hún var aðeins spurð út í þetta eftir leik,“ sagði Svava. „Það var mjög góð reynsla og ég læri mjög mikið á því og sérstaklega að æfa með þessum leikmönnum. Þú ert alltaf með góða leikmenn í kringum þig og svo er gaman að sjá hvernig þetta er og að komast inn í þetta,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtalinu. „Það var gaman fyrir hana að fá tækifæri til að koma inn. Eins og staðan er í dag þá lítur hún út fyrir að verða ein af okkar allra bestu leikmönnum. Það að landsliðsþjálfari þori að taka svona unga leikmenn. Hún er mjög ung en hún er bara búin að vera að spila svo gríðarlega vel í Olís deildinni. Þetta var því rökrétt næsta skref fyrir hana að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá alla umfjöllunina um Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Nýja landsliðskonan Elín Klara frábær í sigri Hauka
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira