Í tilkynningu segir að Guðmundur muni einnig vinna að markaðsmálum fyrir móðurfélag TourDesk, MD Reykjavík, sem gefi meðal annars út tímaritið Iceland Review og ferðamannamiðilinn What‘s On in Reykjavík, auk þess að reka tvær upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur.
Guðmundur kemur til TourDesk frá auglýsingastofunni SAHARA, þar sem hann stýrði meðal annars Google herferðum ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á borð við Krauma, Hótel Keflavík og Safari Quads en einnig leitarorðaherferðum fyrir BYKO, 66°Norður og Lauf Cycling. Áður starfaði Guðmundur hjá stafrænu auglýsingastofnum Crealytics og Blackwood Seven í Þýskalandi og The Engine (áður Nordic eMarketing) á Íslandi.
Guðmundur útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Álaborgarháskóla,“ segir í tilkynningunni.
TourDesk er íslenskur hugbúnaður sem einfaldar sölu á dagsferðum og afþreyingu til ferðamanna.