Viðskipti innlent

„Skemmtilegt að opna í gömlu húsi með mikla sögu“

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Nú þegar eru fjórar mathallir í miðbænum en eigendurnir óttast þó ekki samkeppnina.
Nú þegar eru fjórar mathallir í miðbænum en eigendurnir óttast þó ekki samkeppnina.

Í áratugi fór fólk með bréf og böggla á aðalpósthúsið í Austurstræti. En nú er öldin önnur og fyrr í kvöld var opnuð þar ný mathöll.

Smekkfullt var út dyrum við opnunina. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum og tók púlsinn á tveimur af eigendum nýju mathallarinnar, þeim Hermanni Svendsen og Ingvari Svendsen. Auk þeirra standa Leifur Welding og Þórður Axel Þórisson á bak við opnun mathallarinnar.

„Það eru átta veitingastaðir og einn kokteilbar, semsagt níu staðir,“ segir Hermann í samtali við Heimi Má en flóran er fjölbreytt og hægt er að velja um asískan mat, indverskan, franskan og allt þar á milli.

Nú þegar eru fjórar mathallir í miðbænum en eigendurnir óttast þó ekki samkeppnina.

„Við erum allavega í hjarta miðbæjarins. Við erum bara brattir. Það er skemmtilegt að opna í gömlu húsi með mikla sögu, það er bara frábært.“

Eru þetta staðir sem eru komnir til að vera, eða verður einhver hreyfing þar á?

„Ég held að þetta verði bara komið til að vera, þetta er það góð staðsetning og svo erum við náttúrulega með skemmtilegustu mathöllina,“ segir Ingvar léttur í bragði.


Tengdar fréttir

Pósthús mathöll opnuð og allir dansa kónga

Mathöllin í gamla pósthúsinu opnar í dag eftir sex ára undirbúning. Markmið mathallarinnar er að vera sú skemmtilegasta á landinu. Stór nöfn á borð við Yesmine Olsson, Hauk á Yuzu og Sigga Hall eru öll hluti af verkefninu og leiddi sá síðast nefndi alla í kónga í tilefni dagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×