Viðskipti innlent

Helga Dögg nýr rekstrar­stjóri hjá Expectus

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Helga Dögg Björgvisdóttir er nýr rekstrarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus.
Helga Dögg Björgvisdóttir er nýr rekstrarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus.

Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum.

Helga er með er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá sama skóla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Expectus. Þar segir að Helga Dögg hafi síðast starfað sem viðskiptastjóri hjá Crayon, alþjóðlegu fyrirtæki í upplýsingatækni með norskar rætur, en áður gegndi hún meðal annars starfi markaðs- og fjármálastjóra hjá Microsoft á Íslandi í sex ár.

„Ég er mjög spennt yfir að vera komin til Expectus í þetta lifandi og skemmtilega umhverfi, þar sem saman fara ráðgjöf og upplýsingatækni. Það eru spennandi tímar fram undan og við ætlum okkur að vaxa, sérstaklega í hugbúnaðarhlutanum exMon þar sem stefnan er sett út fyrir landsteinana. Það gerir mig bæði ánægða og stolta að fá að vera hluti af þessu öfluga teymi og taka þátt í að leiða áframhaldandi vöxt inn í framtíðina,“ er haft eftir Helgu Dögg í tilkynningunni.

„Við erum einstaklega heppin að fá Helgu Dögg til að starfa með okkur, hún býr yfir víðtækri þekkingu og mikilli reynslu af því að vinna í upplýsingatæknigeiranum,“ segir Sindri Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Expectus.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.