Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 11:17 Stephen Curry með góminn góða og vægast sagt öflugt bóndafar á vinstri hendi. Thearon W. Henderson/Getty Images Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves
Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira