FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:43 Sam Bankman-Fried hætti sem forstjóri FTX í dag. Hann viðurkenndi í gær að hann hefði klúðrað sínum málum. FTX var metið á tugi milljarða dollara fyrir örskömmu síðan en er nú á barmi gjaldþrots. Vísir/Getty Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. FTX er ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja frá því að Bankman-Fried skar önnur rafmyntarfyrirtæki í kröggum úr snörunni fyrr á þessu ári. Órói vegna stöðu félagsins leiddi til áhlaups þar sem viðskiptavinir leystu út milljarða dollara. Stjórnendur hafa í örvæntingu reynt að afla fjár til þess að standa undir úttektunum. Í tilkynningu sem FTX sendi frá sér í dag kom fram að félagið hefði farið fram á að vera tekið til fjárhagslegrar endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga svo hægt sé að hefja sölu á eignum til að hægt sé að greiða upp í kröfur viðskiptavina. Um 130 tengd félög eru hluti af gjaldþrotaumsókninni. Bankaman-Fried, sem skaut upp á stjörnuhimininn sem einhvers konar rafmyntargúrúi, stígur einnig til hliðar sem forstjóri. Hann er sagður verða félaginu innan handar til þess að tryggja að forstjóraskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Greint hefur verið frá því að yfirvöld í Bandaríkjunum og Bahama rannsaki hvort FTX hafi brotið lög um verðbréf með viðskiptaháttum sínum. Keppinauturinn Binance hætti við að kaupa félagið í vikunni og vísaði til þess að bókhald þess væri einhvers konar svarthol. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FTX er ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja frá því að Bankman-Fried skar önnur rafmyntarfyrirtæki í kröggum úr snörunni fyrr á þessu ári. Órói vegna stöðu félagsins leiddi til áhlaups þar sem viðskiptavinir leystu út milljarða dollara. Stjórnendur hafa í örvæntingu reynt að afla fjár til þess að standa undir úttektunum. Í tilkynningu sem FTX sendi frá sér í dag kom fram að félagið hefði farið fram á að vera tekið til fjárhagslegrar endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga svo hægt sé að hefja sölu á eignum til að hægt sé að greiða upp í kröfur viðskiptavina. Um 130 tengd félög eru hluti af gjaldþrotaumsókninni. Bankaman-Fried, sem skaut upp á stjörnuhimininn sem einhvers konar rafmyntargúrúi, stígur einnig til hliðar sem forstjóri. Hann er sagður verða félaginu innan handar til þess að tryggja að forstjóraskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Greint hefur verið frá því að yfirvöld í Bandaríkjunum og Bahama rannsaki hvort FTX hafi brotið lög um verðbréf með viðskiptaháttum sínum. Keppinauturinn Binance hætti við að kaupa félagið í vikunni og vísaði til þess að bókhald þess væri einhvers konar svarthol.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00