Viðskipti innlent

Öðrum hlut­höfum Play einnig boðið að taka þátt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvél Play.
Flugvél Play. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu Play til kauphallar þar sem hluthafafundur er boðaður þann 30. nóvember næstkomandi. Greint var frá því í síðustu viku að Stjórn flugfélagsins Play hafði safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða.

Í tilkynningu til kauphallar nú síðdegis kemur fram að jafn framt verði efnt til útboðs meðal annarra hluthafa en þeirra tuttugu stærstu. Þar gefst þessum minni hluthöfum þeim kostur á að skrá sig fyrir allt að 71.136.258 nýjum hlutum á sömu kjörum og í útboðinu í síðustu viku, eða á genginu 14,6.

Gengi Play situr nú í 13,7. Nýti hluthafar þetta tækifæri til fulls mun Play safna rúmlega milljarði til viðbótar við þá 2,3 milljarða sem söfnuðust í hinu útboðinu.


Tengdar fréttir

92 þúsund flugu með Play í október

Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september.

Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum

Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjórin félagsins segir tilganginn  vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess.

„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“

Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.