Brnr baneitraður með 33 fellur í Ancient

Snorri Rafn Hallsson skrifar
brnr

Leikur LAVA og Fylkis fór fram í Ancient kortinu. Vikki tryggði Fylki hnífalotuna og hóf liðið því leikinn í vörn. Fylkir tók einnig fyrstu þrjár loturnar áður en LAVA komst á blað. Fylkir rauk þó fram úr LAVA og eftir 9 lotur var staðan orðin 8–1.

Þó LAVA kæmi sprengjunni oft fyrir stillti Fylkir upp í kröftugar endurtökur og átti í litlum vandræðum með aftengja sprengjuna þegar til þess kom. Brnr og Lefluff voru í fantaformi á meðan leikmönnum LAVA brást bogalistin full oft. LAVA beið því stórt verkefni í síðari háfleik vildu þeir gera sig gildandi.

Staða í hálfleik: LAVA 4 – 11 Fylkir

LAVA leið mun betur í vörninni eftir arfaslakan fyrri hálfleik. TripleG felldi fjóra í fyrstu lotunni en hann og Instant báru höfuð og herðar yfir liðsfélaga sína. LAVA gat vopnast vel og beitt búnaði til að hindra sóknir Fylkis sem voru á köflum nokkuð ósannfærandi. Stalz steig upp og náði í fjarka á meðan Fylkir var í miklu basli með að ná plássi á kortinu og skapa sér tækifæri.

Brnr bar Fylki á herðum sér en á meðan hann náði ekki að gera mikið saxaði LAVA vel á forskotið. Brnr rauf 30-fellu múrinn í 27. Lotu, no-scope á vappanum en þá hafði LAVA þegar náð að jafna í 13–13. Fylkir vann þó síðustu þrjár loturnar þar sem Brnr var ótrúlegur á vappanum og stóð Fylkir því uppi sem sigurvegari leiksins.

Lokastaða: LAVA 13 – 16 Fylkir

Næstu leikir liðanna:

  • Fylkir–Breiðablik, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 19:30
  • Viðstöðu–LAVA, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira