Sport

Rússneskur bardagakappi lést eftir að hafa borðað eitraða melónu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Pisarev lést 30. október.
Alexander Pisarev lést 30. október.

Alexander Pisarev, rússneskur bardagamaður, er látinn, 33 ára. Talið er að rekja megi orsök andlátsins til eitraðrar vatnsmelónu sem hann borðaði.

Faðir Pisarevs fann hann látinn í íbúð sinni í Moskvu á sunnudaginn. Samkvæmt ónefndum aðila í bardagaliðinu Tomahawk, sem Pisarev tilheyrði, lést hann sökum matareitrunar.

„Alexander Pisarev lést í svefni og glímdi ekki við neinn heilsubrest. Samkvæmt rannsóknum lést hann vegna matareitrunar,“ sagði þessi heimildarmaður.

Rússneskir fjölmiðlar, meðal annars Pravda, greindu svo frá því að Pisarev hefði látist vegna eitraðrar vatnsmelónu sem hann snæddi ásamt eiginkonu sinni. Hún var flutt á sjúkrahús í kjölfarið en er á lífi.

Pisarev vann þrjá af fimm bardögum sínum á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.