Hörður hefur starfað hjá Krónunni síðastliðin fjögur ár en fyrir það starfaði hann sem ráðgjafi og meðeigandi hjá Expectus og Capacent á sviði viðskiptagreindar og áætlunargerðar. Þá leiddi hann viðskiptagreind og gagnastrúktúr hjá WOW air. Hörður er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.
„Við viljum að Krónan sé snjöll og að lausnir okkar einfaldi viðskiptavinum lífið. Verkefnið er mikilvægt og ég er spenntur fyrir því að þróa stafrænu þjónustuna áfram. Við byrjuðum með heimsendingar í COVID og urðum að hlaupa hratt til að koma þeim á laggirnar. Það hefur gengið vel og viðskiptavinir eru ánægðir með þá þjónustu. Við horfum björtum augum til framtíðar og teljum að Snjallverslunin haldi áfram að stækka og auðvelda viðskiptavinum okkar að nýta sér þjónustu Krónunnar,“ er haft eftir Herði í tilkynningu.