Umframeyðslan kostar Red Bull einn milljarð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2022 21:00 Christian Horner og Max Verstappen þurfa að finna leiðir til að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Mark Thompson/Getty Images Red Bull liðið í Formúlu 1 hefur verið sektað um sjö milljónir Bandaríkjadala, rétt rúman einn milljarð króna, fyrir að eyða umfram leyfilegt fjármagn á seinasta tímabili. Þá þarf liðið einnig að taka á sig niðurskurð í rannsóknum á loftmótstöðu bílsins um tíu prósent fyrir brotin. Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“ Akstursíþróttir Mest lesið Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Sjá meira
Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“
Akstursíþróttir Mest lesið Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Sjá meira
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Handbolti