Verðbólga hækkar lítillega og mælist 9,4 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 09:15 Tólf mánaða verðbólga hækkar lítillega á milli mánaða. Vísir/Vilhelm Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,4 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í uppfærslu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun. Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2022, sé 559,3 stig og hækki um 0,67% frá fyrri mánuði. Verð á matvælum hækkaði um 1,6 prósent, sen hafði áhrif á vísitöluna um 0,22 prósent. Á vef Hagstofunnar segir að þar muni mest um lambakjöt sem hækkaði um 16,2 prósent. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hækkaði um 0,8 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4%, það sem í daglegu tali er nefnt verðbólga. Mest fór verðbólgan upp í 9,9 prósent í júlí en hefur farið lækkandi frá þeim hápunkti. Greiningardeildir bankanna spá því að verðbólga muni fara minnkandi í hægum takti næstu misserin. Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. 19. október 2022 08:01 Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. 13. október 2022 11:25 Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærslu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun. Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2022, sé 559,3 stig og hækki um 0,67% frá fyrri mánuði. Verð á matvælum hækkaði um 1,6 prósent, sen hafði áhrif á vísitöluna um 0,22 prósent. Á vef Hagstofunnar segir að þar muni mest um lambakjöt sem hækkaði um 16,2 prósent. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hækkaði um 0,8 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4%, það sem í daglegu tali er nefnt verðbólga. Mest fór verðbólgan upp í 9,9 prósent í júlí en hefur farið lækkandi frá þeim hápunkti. Greiningardeildir bankanna spá því að verðbólga muni fara minnkandi í hægum takti næstu misserin.
Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. 19. október 2022 08:01 Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. 13. október 2022 11:25 Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. 19. október 2022 08:01
Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. 13. október 2022 11:25
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23