Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 11:21 Skarphéðinn Berg Steinarsson. Vísir/Egill Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Fimm ára skipunartímabil Skarphéðins rennur út um áramót og segir hann að það sé mönnum á slíkum tímamótum hollt að finna út úr því hvað þeir ætli að gera. „Mér stóð til boða að halda áfram þannig að valið var mitt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig langar til að snúa aftur í ferðaþjónustuna. Það er svo einfalt.“ Skarphéðinn segist ekki hafa ákveðið hvað hann ætli að gera innan ferðaþjónustunnar. „Næg eru tækifærin! Þetta er atvinnugrein í bullandi uppgangi. Ég er vissu um að ég finni eitthvað þar. En það er ekki viðeigandi að leita að vinnu á meðan ég klára starfið hér hjá Ferðamálastofu. Kannski að einhver hafi samband, kannski að ég byggi aftur eitthvað frá grunni. Það verður bara að ráðast. En mig langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri,“ segir Skarphéðinn, sem verður sextugur á næsta ári. Tilkynnti ráðherra um ákvörðunina Skarphéðinn segir að hann hafi nýverið átt fund með Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Hann segir að síðustu fimm árum hafi mjög mikið breyst í ferðaþjónustu og sömuleiðis hafi tíminn verið mjög viðburðarríkur. „Fyrstu tvö árin sem ég gegndi þessu embætti þá var rosalegur uppgangur í ferðaþjónustunni. Svo kom Covid og allar þær áskoarnir sem því fylgdi. Síðasta árið hefur ferðaþjónustan verið að ná vopnum sínum og það virðist vera að takast vel. Það er bjart framundan. Þá finnst mér það vera ágætis tími fyrir mig persónulega og örugglega stofnunina líka að gera þetta með þessum hætti,“ segir Skarphéðinn. Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tímamót Stjórnsýsla Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Fimm ára skipunartímabil Skarphéðins rennur út um áramót og segir hann að það sé mönnum á slíkum tímamótum hollt að finna út úr því hvað þeir ætli að gera. „Mér stóð til boða að halda áfram þannig að valið var mitt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig langar til að snúa aftur í ferðaþjónustuna. Það er svo einfalt.“ Skarphéðinn segist ekki hafa ákveðið hvað hann ætli að gera innan ferðaþjónustunnar. „Næg eru tækifærin! Þetta er atvinnugrein í bullandi uppgangi. Ég er vissu um að ég finni eitthvað þar. En það er ekki viðeigandi að leita að vinnu á meðan ég klára starfið hér hjá Ferðamálastofu. Kannski að einhver hafi samband, kannski að ég byggi aftur eitthvað frá grunni. Það verður bara að ráðast. En mig langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri,“ segir Skarphéðinn, sem verður sextugur á næsta ári. Tilkynnti ráðherra um ákvörðunina Skarphéðinn segir að hann hafi nýverið átt fund með Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Hann segir að síðustu fimm árum hafi mjög mikið breyst í ferðaþjónustu og sömuleiðis hafi tíminn verið mjög viðburðarríkur. „Fyrstu tvö árin sem ég gegndi þessu embætti þá var rosalegur uppgangur í ferðaþjónustunni. Svo kom Covid og allar þær áskoarnir sem því fylgdi. Síðasta árið hefur ferðaþjónustan verið að ná vopnum sínum og það virðist vera að takast vel. Það er bjart framundan. Þá finnst mér það vera ágætis tími fyrir mig persónulega og örugglega stofnunina líka að gera þetta með þessum hætti,“ segir Skarphéðinn.
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tímamót Stjórnsýsla Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira