Viðskipti innlent

Guð­mundur hættir sem for­stjóri Varðar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðmundur Jóhann Jónsson mun hætta sem forstjóri Varðar á næstunni.
Guðmundur Jóhann Jónsson mun hætta sem forstjóri Varðar á næstunni.

Guðmundur Jóhann Jónsson hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum hjá félaginu á næstu mánuðum. Guðmundur hefur verið forstjóri Varðar í rúm sextán ár. 

Guðmundur segir tíma sinn hjá verði hafa verið afar ánægjulegan og segir það vera forréttindi að hafa fengið að leiða starfsfólk tryggingafélagsins. Í tilkynningu er haft eftir Guðmundi að hann kveðji félagið sáttur og fullur þakklætis.

Benedikt Olgeirsson, formaður stjórnar Varðar, þakkar Guðmundi fyrir vel unnin störf og gott samstarf. 

„Það verða vissulega tímamót hjá félaginu þegar Guðmundur lætur af störfum á næsta ári. Guðmundur hefur verið afar farsæll forstjóri og gegnt lykilhlutverki í vexti og velgengni félagsins á undanförnum árum,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. 

Guðmundur mun gegna starfi forstjóra fram á nýtt ár eða þar til arftaki hans er fundinn. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×