Handbolti

23 íslensk mörk í þýsku bikarkeppninni

Atli Arason skrifar
Elvar Örn Jónsson gerði sex mörk fyrir Melsungen
Elvar Örn Jónsson gerði sex mörk fyrir Melsungen EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Alls voru sjö íslenskir leikmenn sem léku í fjórum leikjum í 2. umferð þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld.

Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk og Arnar Freyr Arnarson gerði eitt fyrir Melsungen í fjögurra marka útisigri liðsins á Erlangen, 30-34. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk og samherji hans Hákon Styrmisson bætti við þremur í níu marka sigri VfL Gummersbach á útivelli gegn HC Empor Rostock, 31-40, en Sveinn Sveinsson gerði sex mörk fyrir lið Rostock í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í tveggja marka sigri SG Flensburg-Handewitt á Füchse Berlin, 34-32.

Þá gerði Oddur Grétarsson tvö mörk fyrir HBW Balingen-Weilstetten í 11 marka tapi gegn HSG Wetzlar á útivelli, 35-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×