Vildu fá fjögur þúsund krónur en þurfa að greiða 372 þúsund Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:56 Veitingastaður Fresco í Faxafeni. Fresco Kona þarf ekki að greiða 4.580 krónur líkt og fyrirtækið Fresco 48 ehf. sem rekur veitingastaðinn Fresco hafði krafið hana um. Þess í stað þarf fyrirtækið að greiða málskostnað konunnar sem var 372 þúsund krónur. Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fresco 48 krafðist þess að kona skildi greiða 4.580 króna fyrir matarúttekt á veitingastað þeirra. Samkvæmt Fresco 48 mun matarúttektin hafa átt sér stað þegar veitingareksturinn tilheyrði félaginu HNB ehf.. Krafan hafi verið meðal eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB og síðar þrotabúi HNB í samræmi við yfirlýsingu skiptastjóra. Kröfurnar voru svo framseldar Fresco 48 í mars á þessu ári. Konan tók út eitt stykki salat og eitt stykki af svokölluðum mána, samtals að fjárhæð 4.580 króna. Reikningur var gefinn út á hendur stefndu þann 14. mars á þessu ári, innheimtuviðvörun póstlögð níu dögum síðar og ítrekun send þann 6. apríl. Stefnda byggði á því að umrædd krafa hafi ekki verið fyrir hendi enda hafi þrotabú HNB ekki átt nokkra kröfu á hendur sér. Stefnandi reisi kröfu sína á matarúttektarseðli og sé það skjal ekki reikningur sem útgefinn var af HNB. Á umræddum matarúttektarseðli er ekki hægt að sjá upplýsingar um dagsetningu ætlaðrar úttektar. HNB var stofnað árið 2006 og því gæti úttektin náð allt til þess árs. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi tekið á sig umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær sú úttekt hafi átt sér stað né hvort greitt hafi verið fyrir úttektina hafi hún átt sér stað. Því var konan sýknuð af kröfum Fresco 48 ehf.. Fresco 48 er gert að greiða málskostnað konunnar sem hljóðar upp á 372 þúsund krónur. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fresco 48 krafðist þess að kona skildi greiða 4.580 króna fyrir matarúttekt á veitingastað þeirra. Samkvæmt Fresco 48 mun matarúttektin hafa átt sér stað þegar veitingareksturinn tilheyrði félaginu HNB ehf.. Krafan hafi verið meðal eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB og síðar þrotabúi HNB í samræmi við yfirlýsingu skiptastjóra. Kröfurnar voru svo framseldar Fresco 48 í mars á þessu ári. Konan tók út eitt stykki salat og eitt stykki af svokölluðum mána, samtals að fjárhæð 4.580 króna. Reikningur var gefinn út á hendur stefndu þann 14. mars á þessu ári, innheimtuviðvörun póstlögð níu dögum síðar og ítrekun send þann 6. apríl. Stefnda byggði á því að umrædd krafa hafi ekki verið fyrir hendi enda hafi þrotabú HNB ekki átt nokkra kröfu á hendur sér. Stefnandi reisi kröfu sína á matarúttektarseðli og sé það skjal ekki reikningur sem útgefinn var af HNB. Á umræddum matarúttektarseðli er ekki hægt að sjá upplýsingar um dagsetningu ætlaðrar úttektar. HNB var stofnað árið 2006 og því gæti úttektin náð allt til þess árs. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi tekið á sig umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær sú úttekt hafi átt sér stað né hvort greitt hafi verið fyrir úttektina hafi hún átt sér stað. Því var konan sýknuð af kröfum Fresco 48 ehf.. Fresco 48 er gert að greiða málskostnað konunnar sem hljóðar upp á 372 þúsund krónur. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira