Viðskipti innlent

Stjórnar­for­maðurinn hættur hjá Klöppum

Atli Ísleifsson skrifar
Linda Björk Ólafsdóttir.
Linda Björk Ólafsdóttir. Klappir

Linda Björk Ólafsdóttir hefur tilkynnt um úrsögn sína úr stjórn Klappa grænna lausna og hefur hún þegar tekið gildi. Linda Björk var formaður stjórnar félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar. Ágúst Einarsson, varaformaður stjórnar, er þá orðinn nýr stjórnarformaður Klappa.

Í tilkynningunni kemur fram að stjórn félagsins sé þá þannig skipuð:

  • Ágúst Einarsson, formaður
  • Gunnar Sigurðsson.
  • Hildur Jónsdóttir
  • Vilborg Einarsdóttir

Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki, stofnað árið 2013, sem hefur þróað og selt hugbúnað sem styður vegferð samfélagsins í átt að sjálfbærni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×