Viðskipti innlent

Ráðinn markaðs­stjóri Men&Mice

Atli Ísleifsson skrifar
Elvar Páll Sigurðsson.
Elvar Páll Sigurðsson. Aðsend

Elvar Páll Sigurðsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Men&Mice og mun sem slíkur leiða markaðssetningu fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Elvar Páll hafi stýrt stafrænni markaðssetningu fyrirtækisins undanfarin þrjú ár. Hann tekur nú við starfi markaðsstjóra af Katrínu M. Guðjónsdóttur.

„Elvar starfaði áður sem markaðsráðgjafi hjá Pipar/TBWA auk þess sem hann hefur komið að fjölda verkefna bæði hérlendis og erlendis. Elvar Páll lærði líffræði í

Bandaríkjunum og er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 

Men&Mice er íslenskt nýsköpunar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru 12 af 100 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum eins og Microsoft, FedEx, AT&T og Intel.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×