Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 21:59 Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Íslands í dag, gaf tóninn í byrjun og fagnar hér einu af sínum vörðu skotum. Vísir/Hulda Margrét „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira